Menntaráðstefna fyrir dómara og þjálfara
![](https://eidfaxi.is/wp-content/uploads/2025/02/photo-seminar_gros4155-800x800.jpg)
Dagana 7. – 9. mars mun fara fram áhugaverð ráðstefna í Árhús, Danmörku þar sem fjallað verður um hvernig megi efla hestaíþróttir með rannsóknum og fræðslu.
Aðalfyrirlesarar eru:
Russell MacKechnie-Guire, PhD, BSc (Hons), BHSI, FHEA, dósent í lífeðlisfræði, HE Equine, Hartpury háskóla. Með fyrirlestrum og hagnýtri greiningu mun Russell kynna þátttakendur fyrir mikilvægi réttrar staðsetningar hnakks, beislis og sæti knapans, fyrir hreyfingu hestsins og velferð hans.
Mette Uldahl, dýralæknir með sérfræðingur í hestasjúkdómum. Mette mun fjalla um siðferði í tengslum við velferð hesta og hestaíþróttir. Hún er ráðgjafi um velferð hesta og dýra hjá dýravelferðarambandi Danmerkur og fyrrverandi dýralæknir FEI fyrir Danmörku. Mette mun, í tenglsum við umræðuna um félagslegt leyfi til ástundunar (e. social license to operate), miðla innsýn sinni um velferð hesta í íþróttum og þjálfun.
Janne Winther Christensen, dósent við dýra- og dýralæknavísindadeild Aarhus háskóla og varaformaður Alþjóðasamtaka um hestaíþróttavísindi (ISES). Janne mun fjalla um ný gögn úr rannsókn sem fjallaði um tengsl á milli hegðun hrossa, sára í munni, tegundir méla- og beisla og einkunna í keppni.
Fyrirlesararnir munu kynna nýjustu þekkingu á sviði velferðar hesta, sem verður undirstaða spennandi umræðna. Þátttakendur munu fá innsýn í nýjustu rannsóknir og taka þátt í pallborðsumræðum meðal vísindamanna, íþróttadómara og þjálfara.
Frekari upplýsingar og skráning HÉR.