Met, útflutningur sæðis og Miðbæjarreið aflýst

  • 29. desember 2025
  • Fréttir
Annáll vor 2025

Árið 2025 var viðburðarríkt ár á sviði hestamennskunnar. Næstu daga munum við birta örstutta annála og rifja upp tíðindi ársins.

Þegar fór að vora kom Stóðhestabók Eiðfaxa út og haldin var Stóðhestaveisla sem er einn vinsælasti innanhús viðburðurinn. Eins og áður var safnað fyrir góðu málefni og varð Minningarsjóðúr Bryndísar Klöru Birgisdóttur, fyrir valinu í ár.

Átti að halda fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist en viðburðinu var aflýst vegna dræmrar þátttöku.

Nýjung var kynnt í kynbótamati íslenskra hrossa en byrja á að nýta keppnisárangur hrossa í kynbótamati. Var sú virkni svo sett í gangið í haust.

50 ár voru frá stofnun Félags hrossabænda.

Samræður um útflutning á sæði úr íslenskum stóðhestum voru áberandi á kaffistofum hestamanna. EiðfaxiTV gaf út fyrsta þáttinni af Hestaþingi þar sem umræðuefnið var útflutningur á sæði.

Skeifudagurinn fór fram í blíðskapar veðri Sumardaginn fyrsta í hestamiðstöð skólans að Mið-Fossum og á Hvanneyri.

Birna Tryggvadóttir Thorlacius var ráðin í starf verkefnastjóra Reiðmannsins hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands.

Kynntar voru breytingar á kynbótadómum og er þar helst að nefna að nú þarf ekki lengur að sýna slakan taum á tölti til þess að hljóta 9,0 eða hærra fyrir tölt.

Í sex vikur í apríl og maí mældi LM umferð hestamanna á einni af fjölmörgum reiðleiðum á félagssvæði Fáks í Víðidal. Um er að ræða tilraunaverkefni hjá LH til að átta sig betur á umfangi hestamennskunnar.

Óskadís vom Habichtswald varð hæst dæmda þýsk fædda hrossið frá upphafi.

Heildartíðni þrýstingsáverka í munni hefur lækkað.

Miðbæjarreið LH var aflýst eftir ákvörðun Reykjavíkurborgar að innheimta viðburðargjald.

Þórdís Anna Gylfadóttir úr hestamannafélaginu Spretti var kosin í framkvæmdastjórn ÍSÍ á Íþróttaþingi 2025 og varð fyrsti hestamaðurinn sem kjörin er í stjórn ÍSÍ.

Ný og glæsileg reiðhöll Sörla var vígð miðvikudaginn 4.júní.

Gefnar voru út leiðbeinandi reglur fyrir aðbúnað hryssna á sæðingastöðvum.

 

Mest lesnu fréttir á vefnum voru eftirfarandi:
  1. Margrét Halla Reykjavíkurmeistari í tölti T7 2.flokki
  2. Conor McGregor kaupir Landsmótssigurvegara
  3. Dalvar og Daníel settu heimsmet
  4. Fyrsta tía ársins í hæfileikadómi á Íslandi
  5. Alda í 9,00 fyrir hæfileika
  6. Fenrir frá Finnastöðum hlaut yfir 9,00 fyrir hæfileika
  7. Hæsti kynbótadómur á þýsk fæddu hrossi
  8. Íslandsmótinu í gæðingalist aflýst
  9. Útrás sæðis setur hrossarækt í óvissu
  10. „Mjög gaman að vera til og ég mun lifa lengi á þessum sigri“

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar