Meistaradeild KS í hestaíþróttum Mette og Hannibal í stuði

  • 20. mars 2025
  • Fréttir

Mette og Hannibal Ljósmynd: Linaimages

Niðurstöður í Keppni í gæðingalist í Meistaradeild KS

Í gærkvöldið fór fram keppni í gæðingalist í Meistaradeild KS í hestaíþróttum. Var um annað mót ársins að ræða en áður hafði verið keppt í fjórgangi.

21 knapi tók þátt í gæðingalistinni og léku listar sýnar á gólfi Svaðastaðahallarinnar á Sauðárkróki og á meðal þeirra var Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sem keppti sem villiköttur fyrir lið Storm Rider. Hún var fimmta í rásröð og tók hún afgerandi forystu í keppninni með 8,30 í einkunn á Flóvent frá Breiðstöðum. Það var ekki fyrr en Mette Mannseth kom í brautina að það dró til tíðinda og nældi hún sér í fyrsta sætið á Hannibal frá Þúfum með einkunnina 8.37.  Bergur Jónsson varð svo í þriðja sæti á Ljósálfi frá Syðri-Gegnishólum með 7,70 í einkunn.

Stigahæsta lið kvöldsins var svo lið Stormrider en liðsmenn þar voru Bergur Jónsson, Elvar Einarsson og Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir.

Næsta mót í KS deildinni er þann 11.apríl þegar keppt verður í fimmgangi.

Heildarniðurstaða í gæðingalist

Sæti Knapi og hestur Einkunn
1 Mette Mannseth og Hannibal frá Þúfum 8,37
2 Aðalheiður Anna og Flóvent frá Breiðstöðum 8,3
3 Bergur Jónsson og Ljósálfur frá Syðri-Gegnishólum 7,7
4 Þórarinn Eymundsson og Þráinn frá Flagbjarnarholti 7,3
5 Katla Sif Snorradóttir og Sæmar frá Stafholti 6,97
6 Guðmar Hólm Ísólfsson og Grettir frá Hólum 6,9
7 Kristján Árni Birgisson og Kolgrímur frá Breiðholti Grb. 6,73
8 Freyja Amble Gísladóttir og Álfatrú frá Syðri-Gegnishólum 6,6
9 Klara Sveinbjörnsdóttir og Druna frá Hólum 6,53
10 Elvar Einarsson og Muni frá Syðra-Skörðugili 6,47
11 Kristófer Darri Sigurðsson Brimir frá Heimahaga 6,47
12 Ingunn Ingólfsdóttir og Ugla frá Hólum 6,47
13 Þórey Þula Helgadóttir og Kjalar frá Hvammi I 6,23
14 Sigrún Rós Helgadóttir og Hagur frá Hofi á Höfðaströnd 6,2
15 Þorsteinn Björn Einarsson og Hringaná frá Hofi á Höfðaströnd 6,13
16 Björg Ingólfsdóttir og Assa frá Dýrfinnustöðum 6,1
17 Lea Busch – Pálmi frá Þúfum 6,03
18 Þorsteinn Björnsson og Eiður frá Hólum 5,83
19 Sigurður Heiðar Birgisson og Rosi frá Berglandi I 5,8
20 Guðmar Freyr Magnússon og Eljar frá Gljúfurárholti 5,57
21 Þorvaldur Logi Einarsson og Saga frá Kálfsstöðum 0

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar