Mið-Evrópumótið að hefjast í vikunni
Niðurtalning er hafin þar til að Mið-Evrópumótið hefst en það er haldið í St. Radegund í Austuríki dagana 15. til 18. ágúst. EYJA TV mun færa þér mótið í beinni útsendingu en einnig er hægt að horfa á mótið hvenær sem er.
Á mótinu munu knapar frá Austurríki, Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi, Ungverjalandi, Ítalíu, Liechtenstein, Lúxemborg, Hollandi, Rúmeníu, Slóveníu og Sviss etja kappi saman.