Miðbæjarreið fer fram 3. júní

  • 26. maí 2023
  • Fréttir
Riðið verður frá Hallgrímskirkju að Hljómskálagarði

Miðbæjarreið Landssambands Hestamannafélaga og Horses of Iceland verður haldin laugardaginn, 3. júni kl. 15:00 í miðbæ Reykjavíkur.
Miðbæjarreiðin er ákaflega skemmtileg hefð sem vekur athygli á því mikilvæga hlutverki sem Íslenski hesturinn hefur í hjörtum okkar Íslendinga. Í ár mun reiðin hefjast formlega við Hallgrímskirkju þaðan sem haldið verður niður Skólavörðustíginn, Bankastræti, yfir Lækjargötuna, Austurstræti, Pósthússtræti og stoppað við Austurvöll. Þar munu knapar stíga af baki og áhorfendum gefst tækifæri á að koma nær hestunum, klappa þeim, taka myndir og hitta knapana, sem verða á öllum aldri. Á Austurvelli verður einnig tónlistaratriði og samningur vegna Landsmóts 2024 í Reykjavík handsalaður. Eftir stoppið verður haldið af stað niður Templarastræti, út Vonarstræti og meðfram Tjörninni og þaðan fara hestarnir á BSÍ þar sem reiðin endar um kl 16.30.

Landssamband Hestamannafélaga og Horses of Iceland hvetja alla til að koma með fljöskyldu og vinni til að horfa á hesta og knapa fara um miðbæinn. Við hlökkum til að taka á móti ykkur!

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar