Mikil óvissa um framhaldið – Flestir hafa frestað mótahaldi

  • 16. mars 2020
  • Fréttir

Eins og alþjóð veit var lýst yfir samkomubanni frá og með deginum í dag til mánudagsins 13.apríl. Framundan voru margir viðburðir í hestaíþróttinni sem nú hefur verið frestað. Þá er ljóst að þegar þessu samkomubanni lýkur verða margir viðburðir sem verður að koma fyrir á skömmum tíma áður en íþrótta- og gæðingamót vorsins hefjast, en Reykjavíkurmeistaramót er áætlað daganna 6.-10.maí og markar það upphaf keppnistímabilsins utandyra í margra augum.

Meistaradeildin í hestaíþróttum heldur sínu striki

 

Gefin hefur verið út tilkynning um það að lokamót Meistaradeildarinnar fari fram þann 27.mars en engir áhorfendur verða leyfðir á mótinu. Sýnt verður beint frá mótinu á RÚV. Það má því búast við því að margir fylgist með beinni útsendingu frá keppninni en mikil spenna er um hvernig fer að lokum. Jakob Svavar leiðir í stigakeppninnni með 38 stig og lið Hjarðartúns í liðakeppninnin með 299 stig.

Eftirfarandi deildum hefur verið frestað um óákveðinn tíma: Suðurlandsdeildinni, Meistaradeild KS, Equsana deildinni, Meistaradeild Ungmenna, Meistaradeild Líflands og æskunnar  og Vesturlandsdeildinni.

Þetta er aðeins hluti af þeim viðburðum sem frestað hefur verið en þar má nefna Stóðhestaveislunni og Degi hestamennskunnar og stórsýningu Fáks.

Frekar má fræðast um Covid-19 á vefnum www.covid.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar