„Mikill hugur í ræktendum á Íslandi“

  • 6. maí 2025
  • Sjónvarp Fréttir
Viðtal við Þorvald Kristjánsson

Kynbótasýningar á Íslandi eru á næsta leyti en skráning á vorsýningar hófst í gær. Í tilefni af því heimsótti Eiðfaxi Þorvald Kristjánsson og ræddi við hann um kynbótaárið sem framundan er.

Í viðtalinu fer Þorvaldur yfir þær breytingar sem hafa orðið á kynbótadómum og er þar helst að nefna að nú þarf ekki lengur að sýna slakan taum á tölti til þess að hljóta 9,0 eða hærra fyrir tölt. Þá hvetur Þorvaldur ræktendur til þess að huga að betur að vali á stóðhestum og því að við verðum alltaf að haga það í huga að vernda erfðabreytileikann og dreifa notkun stóðhesta.

Viðtalið má hlusta á í heild sinni með því að smella á myndbandið hér að neðan.

 

 

Þetta viðtal er það fyrsta sem birtist við Þorvald um hin ýmsu mál tengd ræktunarstarfinu, fleiri viðtöl birtast næstu daga

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar