Falleg athöfn fór fram í Stykkishólmi í dag til minningar um Vigni Jónasson

  • 1. júní 2024
  • Sjónvarp Fréttir
Myndband til minningar um Vigni fylgir fréttinni

Minningarathöfn um Vigni Jónasson var haldin í Stykkishólmi í dag, laugardaginn 1.júní.

Mikill fjöldi fólks var viðstatt athöfnina og kom það víða að til að heiðra minningu Vignis.  Fánaberar riðu hringinn á velli hestamannafélagsins í Stykkishólmi og trompetleikari spilaði undir reiðinni lagið “Á Sprengisandi”.

Það voru svo foreldrar Vignis og sonur hans sem afhjúpuðu minnisplatta til minningar um Vigni, sem staðsettur er á stórum steini, þar sem einnig er fánaborg félagsins.

Bróðurdóttir Vignis söng lag og vinir Vignis fóru yfir tilurð athafnarinnar og reifuðu í stuttu máli stórkostlegan feril hans. Lesið var ljóð að beiðni foreldra Vignis.

Í lokin var svo spilað á trompet lagið sem gjarnan er kallað “Ég er kominn heim”.

Að lokinni formlegri dagskrá voru léttar veitingar á boðstólum og var þá sýnt minningarmyndband með stuttum brotum frá ferli þessa öfluga knapa og góða drengs.

Minningin lifir

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar