Myndbrot af efstu keppendum í fjórgangi meistara

  • 30. júní 2020
  • Sjónvarp Fréttir

Eins og Eiðfaxi sagði frá í gærkvöldi að þá hófst Reykjavíkurmeistaramót í gær og stendur fram á sunnudag. Í gær var m.a. keppt í fjórgangi í meistaraflokki þar sem Ragnhildur Haraldsdóttir stendur efst, hér í spilaranum að ofan má sjá svipmyndir frá efstu hrossum í fjórgangnum en það er sjónvarpsstöðin Alendis sem sýnir beint frá mótinu.

Í fréttatilkynningu frá sjónvarpsstöðinni segir eftirfarandi.

„Alendis TV mun sýna frá F1 fimmgangi meistara í opnu streymi í dag. Fimmgangurinn hefst klukkan 16:20 og stendur til 22:15, með kvöldmatarhléi. 45 hross eru skráð til leiks og við búumst við æsispennandi keppni. Við minnum ykkur á að allt mótið er sýnt í beinni útsendingu hjá okkur og einnig er hægt að horfa á það á „tímaflakkinu“ hvenær sem er.“

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<