Námskeið með Julie Christiansen á Viðari og Kveik

  • 11. janúar 2023
  • Tilkynning
Áhugavert námskeið fyrir þá sem hafa tök á að fara á námskeið í Danmörku.

Julie Christiansen heldur stórt og spennandi námskeið sem opið er öllum í Vilhelmsborg, laugardaginn, 28. janúar frá kl. 13:00 – 18:00.

„Í kjölfar mikillar eftirspurnar bjóðum við nú upp á stórt og spennandi námskeið sem er öllum opin í Vilhelmsborg í stóra sýningarsalnum,“ segir í auglýsingu frá henni

Á þessu námskeiði mun Julie fara yfir nokkur atriði:

  • Julie segir frá og sýnir þjálfunarhugmyndir og -aðferðir, skref fyrir skref
  • Julie sýnir hvernig Norðurlandameistarinn Mr. Pink (Felix) er þjálfaður hér yfir vetrartímann. Hvað hún leggur áherslu á – þannig að hann sé tilbúinn að toppa í ágúst
  • Ásamt nemendum og hestum þeirra verða sýndir ýmsir þjálfunarmöguleikar og lausnir.
  • Farið verður yfir hvernig hægt sé að æfa almennilega á veturna án þess að þreyta hestinn
  • Sama með Lindholm Høje, Julie sýnir hæst dæmda klárhestinn – Kveik frá Stangarlæk 1 og hæst dæma hest í heimi – Viðar frá Skör. Julie sýnir hvernig þeir eru þjálfaðir daglega og segir þér nákvæmlega hvernig þeir bregðast við og vinna.
  • Síðast en ekki síst gefst tækifæri til að hitta stóðhestana tvo í návígi og spyrja þjálfara og eigenda spurninga.

Það er auðvitað líka hægt að versla í nokkrum búðum í hléinu 😉

Dagskrá:

13.00 Dyrnar opna
14.00 Námskeiðið hefst
17.00 Námskeið klárast
18.00 Sjáumst aftur seinna

Skráning fer fram HÉR

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar