Holland Niðurstöður frá hollenska meistaramótinu

  • 6. ágúst 2024
  • Fréttir

Tom Buitjelaar og Amor frá Hinriksstöðum stóðu efstir í tölti. Ljósmynd: Henk&Patty

Hollenska meistaramótið fór fram í Oirschot um helgina þar sem keppt var í hefðbundnum greinum í íþróttakeppni auk skeiðgreina.

Helstu úrslit mótsins voru þau að Tom Buijtelaar vann keppni í Tölti T1 á Amor frá Hinriksstöðum en einkunn þeirra í úrslitum var 7,28.

Í fjórgangi V1 var það Marianne Timmerman-Alberts sem efst stóð á Prinsessa van ´t Slingerbos með einkunnina 6,77 og í fimmgangi F1 stóð efst Anne-Lene van Engelen á Fák frá Mið-Fossum með 6,79 en hún vann einnig keppni í 100 metra skeiði á Rökkva frá Vatnshömrum á 8,05 sekúndum.

Besta tímann í 250 metra skeiði setti Marjolein Strikkers á Spjót frá Fitjum 24,26 sekúndur og í 150 metra skeið var það Leonie van Eijken á Snerpu sem hljóp á tímanum 16,49 sekúndur.

Öll önnur úrslit má nálgast með því að smella hér.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar