Nóg framundan í ágúst mánuði
Stærstu viðburðum hestamennskunnar hér á landi er nú lokið en það voru án efa Landsmót, Íslandsmót fullorðinna & ungmenna og Íslandsmót yngri flokka.
Keppnistímabilinu er þó hvergi nærri lokið og er skemmst frá því að segja að fimmtudaginn næsta, þann 8.ágúst, hefst Norðurlandamótið í Herning þangað sem Ísland sendir vaska sveit knapa til keppni.
Hér á landi er ýmislegt um að vera í ágúst mánuði. Má þar nefna íþróttamót, kynbótasýningar og skeiðleika.
Eiðfaxi mun fylgjast með því sem fram fer og flytja af því fréttir.
Dagskráin í ágúst hér á landi.*
Dagsetning | |
8.-11. ágúst. | Norðurlandamót |
9.-11. ágúst | Áhugamannamót Íslands |
9.-11. ágúst. | Opið íþróttamót Dreyra |
9.-11. ágúst. | Stórmót Þjálfa |
12.-16. ágúst | Síðsumarssýning Hellu |
12.-16. ágúst | Síðsumarssýning Hólum |
16.-18. ágúst. | Suðurlandsmót yngri flokka |
16.-18. ágúst. | Stórmót Hrings Dalvík |
19.-23.ágúst | Síðsumarssýning Hellu |
23. ágúst | Skeiðleikar 4 |
23.-25. ágúst | Suðurlandsmót |