Norðmenn verðlaunuðu knapa og ræktendur
Íslandshestasamtökin í Noregi héldu haustráðsstefnu og uppskeruhátíð nú um helgina. Þar voru knapar og ræktendur ársins heiðraðir.
Í fullorðinsflokki var það Christina Lund sem var valinn íþróttaknapi ársins, Nils Christian Larsen var valinn gæðingaknapi ársins og Gunnlaugur Bjarnason kynbótaknapi ársins. Ræktunarbúársins var Kolneset.
Christina Lund átti góðu gengi að fagna í ár á Lukku-Blesa frá Selfossi en þau urðu m.a. Norðurlandameistarar í slaktaumatölti og samanlögðum fjórgangsgreinum.
Nils-Christian Larsen átti einnig gott ár og á Fenri frá Feti náði hann í hæstu einkunn ársins í B-flokki, 8,91 í einkunn.
Gunnlaugur Bjarnason sýndi 11 hross í fullnaðardómi í ár þar sem hæst ber einkunn hins fjögurra vetra gamla Frama frá Kolneset sem hlaut 8,19 í aðaleinkunn.
Knapar ársins
Íþróttaknapi
Fullorðinsflokki, Christina Lund
Ungmennaflokki, Luisa Husby Sem
Unglingaflokki, Alice Brandsgård Skaug
Gædinga:
Fullorðinsflokki, Nils Christian Larsen
Ungmennaflokki, Malin Brandsgård Skaug
Unglingaflokki, Elisa Lund Iskov
Avl:
Hvatningarverðlaun til ungs kynbótaknapa – Hanne Kjærstad Helgerud
Kynbótaknapi ársins – Gunnlaugur Bjarnason
Norsk fæddi stóðhestur ársins – Frami fra Kolneset. Ræktendur: Per og Tone Kolnes
Norsk fædda hryssa ársins – Milljón fra Bergkåsa. Eigandi: Liv Runa Sigtryggsdottir
Ræktendur ársins – Kolneset, Per og Tone Kolnes
Stóðhestur ársins – Sölvi fra Finnastodum.Eigandi: Kristian Oaland
Hryssa ársins – Milljón fra Bergkåsa. Eigandi Liv Runa Sigtryggsdottir
Førstepremie for avkom: Teigur vom Kronshof. Eigandi Elin Johanssen
Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi: Ölnir frá Akranesi. Eigendur Gunn Iren Larsen og Leif Arne Ellingseter.