Norðurlandamótið hefst á morgun

  • 8. ágúst 2022
  • Fréttir
Keppni á Norðurlandamótinu hefst á morgun en þá verður keppt í Tölti T1 og slaktaumatölti T2 í unglinga- og ungmennaflokki og fimmgangi í fullorðinsflokki og unglinga-og ungmennaflokki.
Allir knapar íslenska liðsins eru komnir til Álandseyja og gengu æfingar vel í dag.
Í kvöld var fyrsti liðsfundur í knapatjaldinu þar sem allir knapar voru mættir.
Fyrst í braut á morgun af íslensku keppendunum er Embla Lind Ragnarsdóttir og Smiður frá Slätterne en þau keppa í T1 unglingaflokki.
Hægt er að fylgjast með niðurstöðum hér: https://ticker.icetestng.com/event.cfm…
Áfram Ísland!

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar