Notkun skáreimar í keppni óheimil

  • 15. mars 2023
  • Fréttir
Íslenska sérreglan hefur verið felld úr gildi

Vakin er athygli á því að á Landsþingi 2022 var felld úr gildi íslensk sérregla þar sem skáreim með notkun stangaméla var leyfð í gæðingakeppni og íþróttamótum.

Jafnframt var samþykkt að fylgja alfarið reglum FEIF og íslenskri reglugerð um velferð hrossa 910/2014, hvað leyfilegan beislisbúnað varðar. Á fulltrúaþingi FEIF í byrjun febrúar var ákveðið samhljóða að skipta yfir í lista yfir leyfilegan búnað en ekki að vera lengur með lista yfir hvað mætti ekki. Þessi listi gildir fyrir kynbótasýningar, reiðkennslu tómstundareiðar og íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þetta er liður FEIF í að sýna fram á það að samtökin leggja mikið upp úr velferð hrossa.

„Developments on the markets over the recent years resulted in many discussions and uncertainties, and in many cases, there was a lack of understanding of the detailed functioning and the effects of the bits on the horse.

We believe that the equestrian world needs to maintain and strengthen its social licence for it to have a future. It is the responsibility of everyone who is involved with horses by owning, breeding, riding, training and caring for a horse to demonstrate this.

FEIF recommends riders consult professional trainers/instructors when changing to new equipment for assistance in correct fit and making sure both you and your horse have a clear understanding of how the riding aids work.  Further, riders should make a habit of checking their horse, including inside the mouth, for any signs of equipment related injury.  Again, a professional trainer, instructor, or judge can teach you how to check your horse and what to look for,“ kemur fram í tilkynningu frá FEIF

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar