Kynbótasýningar Nótt frá Ytri-Skógum efsta hross sýningarinnar

  • 6. júní 2024
  • Fréttir

Nótt frá Ytri-Skógum, knapi Hlynur Guðmundsson Mynd: aðsend

Dómum lokið á vorsýningunni á Rangárbökkum, Hellu 3. - 6. júní.

Kynbótasýningunni á Hellu lauk í dag en þetta er önnur vikan sem dæmt er á Rangárbökkum. Dómarar voru þeir Eyþór Einarsson, Gísli Guðjónsson og Heimir Gunnarsson en sýnd voru 57 hross og af þeim hlutu 46 fullnaðardóm.

Hæst dæmda hross sýningarinnar var sex vetra hryssan Nótt frá Ytri-Skógum undan Draupni frá Stuðlum og Gná frá Ytri-Skógum. Það var Hlynur Guðmundsson sem sýndi hryssuna sem hlaut 8,52 fyrir sköpulag og 8,55 fyrir hæfileika sem gerir 8,54 í aðaleinkunn. Nótt er undan Draupni frá Stuðlum og Gná frá Ytri-Skógum en eigandi og ræktandi er Ingimundur Vilhjálmsson.

Efstur af stóðhestum var Sóli frá Þúfu í Landeyjum en hann hlaut fyrir sköpulag 8,55 og 8,52 fyrir hæfileika sem gerir 8,53 í aðaleinkunn. Sóli er í eigu og ræktaður af Önnu Berglindi Indriðadóttur og Guðna Þór Guðmundssyni en það var Eygló Arna Guðnadóttir sem sýndi Sóla. Sóli er 8 vetra undan Sólon frá Skáney og Þöll frá Þúfu í Landeyjum.

Hér fyrir neðan eru hrossin sem sýnd voru á sýningunni.
Hross á þessu móti Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn Sýnandi
IS2018284011 Nótt frá Ytri-Skógum 8.52 8.55 8.54 Hlynur Guðmundsson
IS2016184553 Sóli frá Þúfu í Landeyjum 8.55 8.52 8.53 Eygló Arna Guðnadóttir
IS2018286901 Villimey frá Feti 8.63 8.45 8.51 Ólafur Andri Guðmundsson
IS2019177156 Maron frá Lækjarbrekku 2 7.99 8.54 8.35 Hlynur Guðmundsson
IS2018284881 Ronja frá Strandarhjáleigu 8.29 8.36 8.34 Elvar Þormarsson
IS2019125226 Vestarr frá Reykjavík 8.09 8.46 8.33 Árni Björn Pálsson
IS2018280466 Brynja frá Eystri-Hól 8.18 8.38 8.31 Þorvaldur Árni Þorvaldsson
IS2019284366 Ímynd frá Skíðbakka I 8.32 8.27 8.29 Ævar Örn Guðjónsson
IS2018282798 Ýr frá Selfossi 8.33 8.22 8.26 Elvar Þormarsson
IS2018286005 Kempa frá Stóra-Hofi 8.36 8.18 8.24 Dagbjört Skúladóttir
IS2018186596 Kjarni frá Herríðarhóli 8.16 8.28 8.24 Julian Oliver Titus Juraschek
IS2018182365 Jökull frá Þjórsárbakka 8.63 8.02 8.23 Julian Oliver Titus Juraschek
IS2016255012 Telpa frá Gröf 7.92 8.38 8.22 Elvar Þormarsson
IS2019201829 Hagalína frá Úlrikshofi 7.91 8.35 8.19 Hlynur Guðmundsson
IS2019280466 Dís frá Eystri-Hól 8.32 8.1 8.18 Ævar Örn Guðjónsson
IS2019236316 Laufey frá Borgarnesi 8.24 8.12 8.17 Húni Hilmarsson
IS2018288283 Náð frá Túnsbergi 8.34 8.06 8.16 Bjarki Þór Gunnarsson
IS2019202001 Súperstjarna frá Þórhóli 8.42 7.97 8.13 Ævar Örn Guðjónsson
IS2019286910 Pálína frá Feti 8.63 7.85 8.12 Ólafur Andri Guðmundsson
IS2019135689 Gullblesi frá Reykjum 8.18 8.02 8.08 Hlynur Guðmundsson
IS2019184012 Hrafn frá Ytri-Skógum 8.14 8.03 8.07 Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir
IS2017236578 Fljóð frá Eskiholti II 8.11 8.01 8.05 Hlynur Guðmundsson
IS2018286681 Framsýn frá Skeiðvöllum 8.21 7.95 8.05 Sigvaldi Lárus Guðmundsson
IS2018284873 Auður frá Hjarðartúni 8.26 7.9 8.03 Hlynur Guðmundsson
IS2019225231 Von frá Reykjavík 7.84 8.12 8.03 Hlynur Guðmundsson
IS2015282771 Kolskör frá Lækjarbakka 2 8.06 7.99 8.02 Þorvaldur Árni Þorvaldsson
IS2019201830 Valborg frá Úlrikshofi 8.24 7.89 8.02 Lea Schell
IS2017201657 Ísól frá Aðalbóli 1 8.44 7.78 8.01 Hjörtur Ingi Magnússon
IS2018287624 Gná frá Akurgerði II 8.2 7.9 8.01 Árni Björn Pálsson
IS2016287805 Dýrfinna frá Blesastöðum 1A 8.13 7.92 7.99 Hekla Salóme Magnúsdóttir
IS2019125563 Mánasteinn frá Hafnarfirði 8.31 7.8 7.98 Hlynur Guðmundsson
IS2019286902 Björt frá Feti 8.15 7.88 7.97 Bylgja Gauksdóttir
IS2018284979 Stikla frá Hvolsvelli 8.06 7.91 7.96 Elvar Þormarsson
IS2019280467 Lilja frá Eystri-Hól 8.14 7.85 7.95 Ævar Örn Guðjónsson
IS2019280582 Maístjarna frá Arnarhóli 7.91 7.91 7.91 Elvar Þormarsson
IS2019187695 Ylur frá Kolsholti 3 7.86 7.92 7.9 Árni Björn Pálsson
IS2016286001 Dalía frá Stóra-Hofi 8.05 7.8 7.89 Sigurður Sigurðarson
IS2015287421 Jarlhetta frá Langsstöðum 7.94 7.8 7.85 Finnur Jóhannesson
IS2015184979 Glæsir frá Hvolsvelli 8.3 7.58 7.83 Ævar Örn Guðjónsson
IS2017236409 Aþena frá Lundum II 7.94 7.75 7.82 Julian Oliver Titus Juraschek
IS2015237531 Kvika frá Húsanesi 7.89 7.78 7.82 Atli Guðmundsson
IS2020276193 Sædís frá Lundi 8.04 7.64 7.78 Björn Ólafur Úlfsson
IS2018258306 Gnótt frá Hólum 8.08 7.49 7.7 Atli Guðmundsson
IS2020284013 Skjóna frá Ytri-Skógum 7.9 7.58 7.7 Hlynur Guðmundsson
IS2016282771 Krauma frá Lækjarbakka 2 7.9 7.48 7.63 Þorvaldur Árni Þorvaldsson
IS2014286012 Blæja frá Stóra-Hofi 7.83 7.42 7.57 Halldór Snær Stefánsson
IS2020284863 Aríel frá Efra-Hvoli 8.21 Lena Zielinski
IS2019149025 Augasteinn frá Hveravík 8.19 Alma Gulla Matthíasdóttir
IS2018286710 Dalla frá Leirubakka 8.31 Fríða Hansen
IS2019186820 Díar frá Neðra-Seli 8.32 Lea Schell
IS2020180501 Dofri frá Hemlu I 8.09 Magnús Ágústsson
IS2019186436 Fleki frá Hólsbakka 8.46 Hlynur Guðmundsson
IS2020188494 Garpur frá Vesturási 1 8.1 Helga Björk Helgadóttir Valberg
IS2020287083 Helma frá Völlum 8.46 Jakob Svavar Sigurðsson
IS2020287084 Óðný frá Völlum 7.98 Jakob Svavar Sigurðsson
IS2018287574 Sýn frá Austurási 8.09 Ragnheiður Hallgrímsdóttir
IS2020184510 Vákur frá Syðri-Úlfsstöðum 8.45 Elvar Þormarsson

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar