Ný stikuð leið frá Dalakofa í Landmannahelli

Dalastígur frá Dalakofa í Landmannahelli. Leiðin sem var stikuð er u.þ.b þar sem græna línan er. Dalakofinn er nest á myndinni og Dómadalsleið efst (hægra megin). Rauða línan til vinstri er Krakatindaleiðin og sú til hægri er um Pokahryggi Myndir: LH
Leiðin þykir gífurlega falleg en er bæði brött og villugjörn og því miklar úrbætur að fá leiðina betur merkta og skráða. Leiðin liggur víða um viðkvæmt land og hagar þannig að þar er ill mögulegt að komast um á vélknúnum ökutækjum. Því var farin sú leið að nýta hesta til að bera stikurnar, en þær voru fengnar frá Skógarafurðum ehf.
„Tveir hestar voru notaðir til burðar og báru hvor um sig 56 stikur eða um 80 kg. sem festar voru með klyfberum. Þó nokkur tími fór í að finna út hvernig best væri að ganga frá hlassinu þannig að það færi vel á hestunum og færi ekki úr skorðum þegar farið væri um brattar brekkur. Ásamt stikunum báru hestarnir hnakktösku með kögglum og öðru nesti,“ segir í frétt á vef Landsambands hestamannafélaga.
Verkefni hestamannafélagana eru mörg og misjöfn en minnir Landsambandið alla þá hestamenn sem nýta reiðvegakerfið að skrá sig í hestamannafélag, þannig stöndum við vörð um þessi mikilvægu mannvirki okkar.

Hestarnir Blesi frá Hagavík 26 vetra og Piltur frá Lágafelli 16 vetra fengu sáu um burðinn að mestu.