Ný viðbót í HorseDay gefur brekkudómurum lausan tauminn

Oddur Ólafsson, framkvæmdastjóri HorseDay, er mættur á Heimsmeistaramót og Eiðfaxi ræddi við hann í dag um nýjustu viðbótina sem gefur brekkudómurum lausan tauminn. Hjá HorseDay verður hægt að fylgjast með mótinu með sérstaka áherslu á kynbótahluta mótsins.
Í viðtalinu hér að neðan má heyra Odd lýsa þessari skemmtilegu viðbót sem finna má nú í snjallforritinu. Nýja lausnin gerir notendum kleift að gefa kynbótahrossunum á mótinu einkunn bæði til gagns og gamans. Þetta er liður í áframhaldandi þróun HorseDay sem vettvangs fyrir allt það helsta í hestaíþróttum og kynbótasýningum