Nýárskveðja Eiðfaxa

  • 1. janúar 2025
  • Fréttir
Með þökk fyrir allt liðið

Starfsfólk Eiðfaxa sendir lesendum sínum og hestamönnum öllum hjartanlega nýárskveðju með þökk fyrir samfylgdina á liðnum árum og áratugum. Nú er enn eitt árið liðið, við horfum björtum augum fram á það fertugasta og áttunda sem Eiðfaxi stendur vaktina og flytur fréttir af hestum og hestamönnum.

Árið 2024 var okkur gjöfult þar sem vert væri að nefna marga hápunkta, lesning á síðunni hefur sjaldan verið meiri með tugi þúsunda notenda á mánuði hverjum og fyrir það erum við starfsfólk miðilsins ákaflega þakklát.

Í okkar huga erum við þó einna stoltust af því að hafa í samvinnu við hestamenn í landinu safnað rúmlega þremur milljónum króna til handa Einstökum börnum sem er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma og heilkenni.

Framundan er spennandi ár þar sem margir stórir viðburðir, bæði innan- og utanhúss, verða á dagskrá hjá okkur. Við hlökkum til að flytja fréttir af þeim og það sem meira er sýna beint frá mörgum þeirra.

Það er von okkar og trú að árið 2025 verði okkur öllum gott og að áfram verði tekinn framfaraskref hestamennskunni allri til heilla.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar