Nýárstölt Léttis 2020 –

  • 24. janúar 2020
  • Fréttir
Nú rétt í þessu var að ljúka í Léttishölinni Nýárstölti Léttis sem jafnframt er fyrsta hestamannamótið á Íslandi á því herrans ári sem nú er nýhafið.

Þrátt fyrir mikla ótíð og fannfergi hér Norðanlands og hross almennt ekki komin í mikið form, var þátttaka með ágætum en tæplega 40 keppendur mættu til leiks.

Þetta var skemmtileg stund og fjöldi af áhorfendum og greinilegt að það er komin mótaþorsti í hestamenn.

Mótið tókst í alla staði vel og það mátti sjá glæsileg tilþrif hjá mörgum og þetta mót gefur svo sannarlega tóninn fyrir því sem framundan er hjá okkur Léttismönnum á næstu vikum.

Léttishöllin okkar skartaði sínu fegursta í kvöld og var einkar glæsileg yfir á að líta sem og alltaf og það er svo gaman að segja frá því að það virðist vera algjör samstaða meðal hestamanna á Akureyri að Léttishöllin sé alltaf eins og engin hafi komið í hana, svo hrein og snyrtileg sem hún alltaf er.

Keppt var í tveimur styrkleikaflokkum og urðu úrslit sem hér segir.

2 flokkur.

1. Steindór Óli Tobíasson/Tinna frá Draflastöðun eink. 7.06. Stendór sigraði þennan flokk nú annað árið í röð.
2. Svanur Stefánsson/Blæja frá Sigríðarstöðum eink 6.72.
3. Auður Karen Auðbjörnsdóttir/ Eldar frá Efra-Holti eink. 6.50.
4. Gestur Freyr Stefánsson/Sæmd frá Borgarhóli eink. 5.89.
5. Tobías Sigurðsson /Kjarni frá Draflastöðum Eink. 5.72.

1 flokkur.

Þar var engin virðing borin fyrir Bóndadeginum og tvær konur stóðu þar uppi sem sigurvegarar og létu karlpeninginn elta sig.

1. Helga Árnadóttir/ Hrafnhetta frá Innri- Skeljabrekku Eink 7.44.
2. Fanndís Viðarsdóttir/Össi frá Gljúfurholti eink. 6.78 e.h.
3. Atli Sigfússon/Seðill frá Brakanda Eink 6.78 e,h.
4. Egill Már Þórsson/ Fluga frá Hrafnagili eink. 6.67.
5. Guðmundur K Tryggvason/Rósetta frá Akureyri eink. 6.50.
6. Björgvin Daði Sverrisson/Meitill frá Akureyri eink. 6.39.

Flott mót að baki og gaman að opna keppnistímabilið á Íslandi með stæl.

Mótanefnd Léttis þakkar öllum er að komu, starfsmönnum, áhorfendum og keppendum fyrir skemmtilega kvöldstund.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar