Nýir alþjóðlegir kynbóta- og íþróttadómarar

  • 16. mars 2023
  • Fréttir
Sex aðilar náðu prófinu og hafa nú öðlast alþjóðleg réttindi.

Fyrir tveimur vikum hélt FEIF námskeið fyrir einstaklinga sem höfðu áhuga á því að verða alþjóðlegir dómarar FEIF, bæði íþrótta- og kynbótadómarar. Sjö aðilar þreyttu prófið frá fimm löndum. Sex náðu prófinu og eru því orðnir alþjóðlegir kynbóta- eða íþróttadómarar.

Þau Elsa Mandal Hreggviðsdóttir (SE), Guðbjörn Tryggvason (IS) og Svanhildur Hall (IS) eru orðnir alþjóðlegir kynbótadómarar og bætast í hóp kynbótadómara á komandi dómatíð. Til gamans má geta að Elsa er fyrsti svíinn í nærri 20 ára að ná þessum árangri.

Nýjir alþjóðlegir íþróttadómarar eru Gabi Ronneberger (DE), Kia Holmqvist (SE) og Maike Morbach (DE).

Hér er hægt að finna þá dómara sem eru með réttindi til að dæma: kynbótadómararíþróttadómarar

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar