Nýr knapi í liði Top Reiter
Meistaradeildin í hestaíþróttum hefur göngu sína að nýju í janúar á nýju ári. Dagsetningar hvers keppniskvölds liggja nú þegar fyrir.
Liðið hefur verið sigursælt í Meistaradeildinni en það hefur sigrað liðakeppnina árin 2012, 2013, 2014, 2017, 2021 og 2022. Í fyrra varð liðið í þriðja sæti í liðakeppninni og ætlar sér sjálfsagt hærra á næsta keppnistímabili.
Í fyrra voru einungis fjórir knapar í liðinu en Nils-Christian Larsen kemur nýr inn í liðið fyrir næsta tímabil. Það verður spennandi að sjá hvað norðmaðurinn gerir á tímabilinu en það er alltaf gaman að sjá ný andlit í deildinni.
Lið Top Reiter skipa því:
Árni Björn Pálsson
Eyrún Ýr Pálsdóttir
Konráð Valur Sveinsson
Nils-Christian Larsen
Teitur Árnason