Nýtt litaskráningarkerfi tekið í notkun í WorldFeng

Samkvæmt Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins hafa nú í nokkur ár litasérfræðingar á vegum WorldFengs unnið að því uppfæra litskráningarkerfið í WorldFeng. Kristín Halldórsdóttir formaður skrásetjaranefndar WorldFengs hefur leitt þetta starf en margir hafa lagt henni lið eins og t.d. Elsa Albertsdóttir, Freyja Imsland, Henriette Arriens og Monika Reissmann, svo nokkrir séu nefndir.
Áfram verður flokkun litanna að mestu leyti byggð á svipfarseinkennum og því flokkunarkerfi sem notuð hefur verið í WorldFeng. Þekking á litaerfðum hefur aukist í gegnum árin og nú er hægt að taka sýni úr hrossum og fá greiningu á litaarfgerð þeirra erlendis. Margir nýju kóðanna lýsa litasamsetningum sem sjást ekki í svipfari hrossins og krefjast þekkingar á erfðum eða greiningar á arfgerð þess. Munu þeir kóðar ekki verða opnir nema fyrir litaskrásetjara. Í litatöflunum sem finna má í WorldFeng eru þeir kóðar sem eru læstir merktir með ljósbláum lit.
Það er von þeirra sem standa að þessum breytingum að þetta muni reynast notendum WorldFengs vel og komi til með að auðvelda litaskráningar og auka skilning á litaerfðum.
Helstu breytingar fyrir hin almenna notanda er hægt að skoða í gegnum tengil HÉR.