Nýtt skýrsluhaldsár í Worldfeng hefst 1. apríl

Eftir þann tíma er eingöngu hægt að skrá það sem tilheyrir núverandi ári.
Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins vill því hvetja notendur heimaréttar WorldFengs að skoða hvort síðasta ár sé ekki örugglega að fullu frágengið. Öll folöld skráð, búið að gera grein fyrir fangi, geldingum og afdrifum.
Eigendur stóðhesta eru sérstaklega minntir að samþykkja skráningar á fyli frá hryssueigendum hafi þeir ekki skilað inn stóðhestaskýrslu. Til að skráningar á fyli frá eigendum hryssna verði virk þarf stóðhestseigandi að samþykkja skráninguna. Sé það ekki gert skilar skráningin frá hryssueigandanum sér ekki inn í folaldaskráningu þessa árs. Hryssur þurfa að hafa staðfest fang í WF til að eigendur þeirra hafi möguleika á að skrá folöld í gegnum sína heimarétt.
Sjá nánar í fréttatilkynningu frá RML.