Nýtt tölublað Eiðfaxa

  • 21. janúar 2020
  • Fréttir
1.tbl Eiðfaxa 2020
Fyrsta tölublað Eiðfaxa árið 2020 fer í prentun á morgun

Tölublaðið ætti það því að fara í dreifingu til áskrifenda á næstunni. Í tímaritinu er að finna fjölbreytt efnistök en meðal efnistaka er.

Viðtal við Ragnheiði Samúelsdóttur, sem var tilnefnd af menntanefnd LH til reiðkennara ársins í netkosningu FEIF. Ragnheiður segir m.a. frá hugmyndinni að baki Töltgrúppuni sem hún stofnaði fyrir nokkrum árum. Auk þess að segja frá uppvexti sínum í hestamennsku.

Breytingar eru í vændum á útgáfu Eiðfaxa og verður enn eitt framfaraskrefið tekið núna strax í vetur. Í blaðinu er að finna upplýsingar um með hvaða hætti útgáfan verður í framtíðinni.

Nina Bergstrand hefur um nokkurt skeið vakið eftirtekt fyrir ákaflega fallegar ljósmyndir af hestum. Forsíðumyndina prýðir mynd frá henni og í tímaritinu má finna viðtal við þessa mögnuðu listakonu ásamt fleiri ljósmyndum!

Equsana deildin (áhugamannadeildin) hefur síðastliðin fimm ár verið ein af vinsælustu deildum landsins. Þessari skemmtilegu deild verða gerð góð skil í tímaritinu. Í deildinni keppa áhugamenn sem koma víðs vegar af landinu og er jafnan glatt á hjalla í þessari deild og mikil stemmning.  En viðtal við Erlu Magnúsdóttur, formann deildarinnar, og liðakynningu má finna í tímaritinu.

Einar Ásgeirsson fóðurfræðingur heldur áfram að fræða hestamenn um ýmislegt sem tengist fóðrun og tekur í þetta skiptið fyrir kosti og galla Hafra sem hestafóðurs.

Kristinn Hugason heldur áfram að skrifa um einstaka eiginleika í sköpulagi hrossa og nú tekur hann fyrir eiginleikann samræmi.

Við komumst að því hað stóðhestarnir Orri frá Þúfi, Natan frá Ketilsstöðum, Vilmundur frá Feti, Spuni frá Vesturkoti, Álfur frá Selfossi, Lord frá Vatnsleysu, Smári frá Skagaströnd, Vafi frá Kýrholti, Gjafar frá Hvoli, Hróður frá Refsstöðum og Huginn frá Haga eiga sameiginlegt!

Þetta ásamt ýmsu fleiru má finna í Eiðfaxa – tímariti hestamanna.

Þú getur gerst áskrifandi með því að smella hér eða hringja í síma 537-9200.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<