Opið fyrir umsóknir í Meistaradeild Líflands og æskunnar

  • 2. september 2025
  • Fréttir
Meistaradeild Líflands og æskunnar verður haldin í níunda sinn veturinn 2025. 

Sú breyting verður nú á deildinni að þátttöku aldur verður hækkaður úr 13 ára í 14 ára og miðast deildin þá við unglingaflokk,14-17 ára á keppnisárinu. Áhugasamir knapar eru hvattir til að sækja um og skila inn keppnisárangri af löglegum mótum ársins 2025. Allir sækja um sem einstaklingar en þátttakendur velja sig sjálfir saman í lið að inngöngu lokinni.

Hvert lið er skipað fjórum knöpum og keppa allir í öllum keppnisgreinum sem reynir þó nokkuð á hestakost og er mikil og krefjandi skuldbinding, en jafnframt reynsla.

Keppt verður í: Fjórgangi V1 – Fimmgangi F1 – Gæðingalist- Tölti T1, slaktaumatölti T2 og gæðingaskeiði PP1.

Umsóknareyðublað má finna á heimasíðu deildarinnar mdeild.is

Umsóknarfrestur er til og með 20 september 2025 og skal senda umsóknina á netfangið: meistaradeildaeskunnar@gmail.com

Reglur deildarinnar verða kynntar vel á fundi allra þátttakenda og aðstandenda þeirra í haust, þar sem lið verða kynnt til leiks og keppendur skrifa þá einnig undir knapasamning um þátttöku í deildinni.

Deildinni vantar einnig öflugt fólk í stjórn þannig að ef einhver hefur áhuga á og vill bjóða fram krafta sína, þá endilega hafið samband.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar