Opið tölumót Harðar

  • 5. mars 2025
  • Tilkynning Fréttir
Opið er fyrir skráningu á mótið en henni lýkur föstudaginn, 14. mars
Opnað hefur verið fyrir skráningu í fjórgang V1, tölt T1, slaktaumatölt T2 og  fimmgang F1 á opnu tölumóti Harðar en skráningu lokar föstudaginn 14. mars kl 24.00.
Þrír dómarar munu dæma mótið og verður í boði að fá dómarablöð að móti loknu þar sem ritarar munu taka niður athugasemdir dómara eftir bestu getu. Aðeins er riðin forkeppni og ekki verða veitt verðlaun.
Athygli er vakin á því að dagskrá gæti hafist fyrr ef þátttaka er mikil. Mótið er opið fyrir barnaflokk og uppúr. Það er bara meistaraflokkur inn á Sportfeng en það mega allir skrá sig.
Þáttökugjald er 5.000 kr.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar