Páskatölt Dreyra

  • 27. mars 2023
  • Fréttir

„Þá er komið að því. Páskatöltið okkar…. Mótið verður haldin 10. april. Boðið verður upp á Tölt T7 fyrir barnaflokk, unglingaflokk og 2. flokk. Tölt T3 verður boðið upp fyrir ungmennaflokk og 1.flokk. Og pollaflokkur er lika í boði og er það frítt. Skráningargjald fyrir börn og unglingar eru 2.000 kr og ungmenna og fullorðinsflokk 5.000 kr. Skráningarfrestur verður frá 27.mars til 03.april kl. 00. Það er í boði að skrá sig eftir á (gildi til 06.april) en það kostar 4.000 kr börn og unglingar og 7.000 kr fyrir ungmenna og fullorðna og fer skráningin fram á sportfengur.com. Endilega senda kvittun á dreyrimot@gmail.com. Skráningar í pollaflokk sendist einnig á dreyrimot@gmail.com“

Mótanefnd Dreyra

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar