Prestsbær valið ræktunarbú ársins hjá HSS

  • 15. apríl 2025
  • Tilkynning
Á dögunum var haldinn aðalfundur Hrossaræktarsamband Skagfirðinga

Fundurinn fór fram í Tjarnarbæ og jafnframt því voru verðlaunuð hæstu kynbótahross síðasta árs.

„Þorvaldur Kristjánsson og Nanna Jónsdóttir mættu einnig á fundinn og fluttu þau skemmtileg og fróðleg erindi. Á aðalfundinum kom meðal annars fram að á vegum HSS verða stóðhestarnir Adrían frá Garðshorni og Lexus frá Vatnsleysu til notkunar í sumar. Skagfirsk kynbótahross stóðu sig afar vel á sl. ári og standa Skagfirðingar vel að vígi á landsvísu. HSS þakkar fyrir góðan dag, “ segir í tilkynningu frá sambandinu.

Stóðhestar 4 vetra

1. Feykir frá Stóra-Vatnsskarði
2. Reginn frá Sauðárkróki
3. Flygill frá Íbishóli

Stóðhestar 5 vetra

1. Sínus frá Bræðraá
2. Loftur frá Kálfsstöðum
3.Dökkvi frá Þúfum

Stóðhestar 6 vetra

1. Grímar frá Þúfum
2. Náttfari frá Varmalæk
3. Hulinn frá Breiðstöðum

Stóðhestar 7 vetra og eldri

1.Heggur frá Reykjavöllum
2. Suðri frá Varmalandi
3. Ölur frá Reykjavöllum

Hryssur 4 vetra

1. Brúður frá Heljardal
2. Lotning frá Dýrfinnustöðum
3. Völva frá Dýrfinnustöðum

Hryssur 5 vetra

1. Ramóna frá Heljardal
2. Seytla frá Íbishóli
3. Senía frá Breiðstöðum

Hryssur 6 vetra

1. Eldey frá Prestsbæ
2. Hetja frá Hestkletti
3. Vorsól frá Hestkletti

Hryssur 7 vetra og eldri

1. Nóta frá Flugumýri
2. Íshildur frá Hólum
3. Sunna frá Flugumýri

1.verðlaun fyrir afkvæmi

Lexus frá Vatnsleysu
Snillingur frá Íbishóli

Hæst dæmda kynbótahross í Skagafirði var Grímar frá Þúfum og hlaut hann Sörlabikarinn

Kynbótaknapi ársins í Skagafirði var Bjarni Jónasson og var hrossaræktarbú ársins í Skagafirði Prestsbær og hlaut því Ófeigsbikarinn. En þau hross sem lágu til grundvallar voru; Engill (7,91), Álfadís (8,13), Fær (8,12), Þíða (8,23), Frísk (8,31), Eldey (8,51) og Dýrðlingur (8,52).

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar