Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Ráslisti fyrir fjórgang í Meistaradeild

  • 25. janúar 2023
  • Fréttir

Mynd: Eyja.net

Stefnir í hörku fjórgang á morgun fimmtudag

Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum hefst á morgun fimmtudaginn 26. janúar á keppni í fjórgangi kl. 19:00. 25 knapar eru skráðir til leiks en Hákon Dan Ólafsson ríður fyrstur í braut á Hátíð frá Hólaborg en þetta er í fyrsta skipti sem Hákon tekur þátt í deildinni. Keppnin fer fram í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli.

Sigurvegari fjórgangsins, Sigurður Sigurðarson, mætir aftur til leiks með Leik frá Vesturkoti en þetta stefnir í hörkukeppni ef litið er yfir ráslistann. Ólöf Rún Guðmundsdóttir keypti uppboðssætið og mætir með Snót frá Laugardælum. Þorgeir Ólafsson mætir með Vák frá Vatnsenda en þetta er frumsýning Þorgeirs með Vák og þeir verða að eflaust sterkir. Athygli vekur að sigurvegari deildarinnar í fyrra, Árni Björn Pálsson, mætir ekki í fjórganginn en hann stefnir eflaust á að koma sterkur inn í næstu grein.

Hér fyrir neðan er ráslisti fjórgangsins:

Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum 2023 – V1
1. Hákon Dan Ólafsson – Hátíð frá Hólaborg
2. Þordís Inga Pálsdóttir – Blængur frá Hofsstaðaseli
3. Glódís Rún Sigurðardóttir – Breki frá Austurási
4. Ásmundur Ernir Snorrason – Stimpill frá Strandarhöfði
5. Ólöf Rún Guðmundsdóttir – Snót frá Laugadælum
6. Gústaf Ásgeir Hinriksson – Sigur frá Laugarbökkum
7. Þorgeir Ólafsson – Vákur frá Vatnssenda
8. Helga Una Björnsdóttir – Bylgja frá Barkarstöðum
9. Hafþór Heiðar Birgisson – Hraunar frá Vorsabæ II
10. Signý Sól Snorradóttir – Kolbeinn frá Horni I
11. Hinrik Bragason – Sigur frá Stóra-Vatnsskarði
12. Ragnhildur Haraldsdóttir – Úlfur frá Mosfellsbæ
13. Teitur Árnason – Auðlind frá Þjorsárbakka
14. Arnar Bjarki Sigurðsson – Adam frá Reykjavík
15. Matthías Kjartansson – Aron frá Þóreyjarnúpi
16. Jakob Svavar Sigurðsson – Skarpur frá Kýrholti
17. Ólafur Ásgeirsson – Fengsæll frá Jórvík
18. Sara Sigurbjörnsdóttir – Fluga frá Oddhóli
19. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir – Flóvent frá Breiðsstöðum
20. Jóhanna Margrét Snorradóttir – Kormákur frá Kvistum
21. Viðar Ingólfsson – Þormar frá Neðri-Hrepp
22. Páll Bragi Hólmarsson – Vísir frá Kagaðarhóli
23. Sigurður Sigurðarson – Leikur frá Vesturkoti
24. Konráð Valur Sveinsson – Seiður frá Hólum
25. Hans Þór Hilmarsson – Fákur frá Kaldbak

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar