Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Ráslisti fyrir gæðingalistina í Meistaradeildinni

  • 21. mars 2023
  • Fréttir
Meistaradeild Líflands verður á fimmtugainn
Þá er það orðið nokkuð ljóst hverjir mæta í gæðingalistina á fimmtudaginn næstkomandi en dregið var í beinni útsendingu á Alendis. Það er glöggt að knapar eru að tefla fram sínum allra bestu hrossum og má svo sannarlega segja að við megum búa okkur undir hörkuspennandi keppni í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli.  Sigurvegarinn frá í fyrra, Teitur Árnason, mætir til leiks með Auðlind frá Þjórsárbakka og mun hann án efa stefna á að verja sinn titil.

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, sem leiðir einstaklingskeppnina, mætir á ný með Flóvent frá Breiðstöðum sem nú þegar hefur sigrað tvær keppnir í Meistaradeild Líflands í vetur en búast má við miklu frá þessu farsæla pari. Það vekur eftirtekt að fjórir villikettir munu mæta til leiks og verður því erfitt að spá í spilin hvernig leikar munu fara.

Minnum á að HorseDay höllin opnar klukkan 17:30 og ef þið pantið mat fyrirfram á info@ingolfshvoll.is fái þið í kaupbæti frátekið sæti í stúkunni. Minnum einnig á að hægt er að horfa á í beinni útsendingu á Alendis.is.

RÁSLISTI
1. Hákon Dan Ólafsson og Halldóra frá Hólaborg Hrímnir / Hest.is
2. Sara Sigurbjörnsdóttir og Flóki frá Oddhóli Auðsholtshjáleiga / Horseexport
3. Teitur Árnason og Auðlind frá Þjórsárbakka Top Reiter
4. Jóhanna Margrét Snorradóttir og Kormákur frá Kvistum Hestvit/Árbakki
5. Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti Hjarðartún
6. VILLIKÖTTUR – Þjóðólfshagi/Sumarliðabær
7. Ragnhildur Haraldsdóttir og Úlfur frá Mosfellsbæ Ganghestar / Margrétarhof
8. VILLIKÖTTUR Austurkot / Storm Rider
9. Ásmundur Ernir Snorrason og Ás frá Strandarhöfði Auðsholtshjáleiga / Horseexport
10. VILLIKÖTTUR  Hjarðartún
11. Eyrún Ýr Pálsdóttir og Hylur frá Flagbjarnarholti Top Reiter
12. VILLIKÖTTUR Hestvit / Árbakki
13. Viðar Ingólfsson og Eldur frá Mið-Fossum Hrímnir / Hest.is
14. Þorgeir Ólafsson og Fjöður frá Hrísakoti Þjóðólfshagi/Sumarliðabær
15. Kristófer Darri Sigurðsson og Ófeigur frá Þingnesi Austurkot / Sorm Rider
16. Glódís Rún Sigurðardóttir og Breki frá Austurási Ganghestar / Margrétarhof
17. Signý Sól Snorradóttir og Rafn frá Melabergi Auðsholtshjáleiga / Horseexport
18. Helga Una Björnsdóttir og Bylgja frá Barkarstöðum Hjarðartún
19. Þórdís Inga Pálsdóttir og Fjalar frá Vakurstöðum Top Reiter
20. Gústaf Ásgeir Hinriksson og Sigur frá Laugarbökkum Hestvit/Árbakki
21. Mette Mannseth og Kalsi frá Þúfum Þjóðólfshagi/Sumarliðabær
22. Flosi Ólafsson og Steinar frá Stíghúsi Hrímnir / Hest.is
23. 
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðstöðum Ganghestar / Margrétarhof
24. Matthías Kjartansson og Aron frá Þóreyjarnúpi Austurkot / Sorm Rider

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar