Reiðhöll Fáks verður Lýsishöllin næstu tvö árin
Hestamannafélagið Fákur og Lýsi hf hafa gert með sér styrktarsamning til ársins 2025. En þetta kemur fram á heimasíðu Fáks.
Í tilkynningu frá Fáki segir.
Hestamannafélagið Fákur og Lýsi hafa komist að samkomulagi um að Lýsi verði aðal styrktaraðili reiðhallarinnar næstu tvö árin. Fákur hefur í gegnum tíðina átt öflugt bakland styrktaraðila og er það okkur sönn ánægja að hafa samið við Lýsi og hlökkum við til samstarfsins næstu árin. Það var formaður félagsins, Hjörtur Bergstað, og forstjóri Lýsis, Katrín Pétursdóttir, sem undirrituðu samninginn í höfuðstöðvum Lýsis 19. október síðastliðinn.