Reiðsýning 3. árs nemenda á Hólum á morgun

  • 19. maí 2023
  • Tilkynning
Reiðsýningin er í tengslum við WR Hólamót, UMSS og Skagfirðings

Núna um helgina er Hólamót (WR), UMSS og Skagfirðings á Hólum þar sem meðal annars nemendur á 3.árinu við Háskólann á Hólum taka þátt sem hluti af námskeiðinu „Þjálfun keppnishesta II“.

Á laugardaginn kl. 16.00 verður reiðsýning 3. árs nemenda. Þar verður afhending á Morgunblaðshnakknum fyrir besta samanlagðan árangur í reiðmennsku áföngum öll þrjú árin. Sylvía Sigurbjörnsdóttir, formaður FT, afhentir FT skjöldinn þeim nemanda sem efstur stóð á lokaprófi í áfanganum „Þjálfun keppnishesta II“.

„Bjóðum við alla velkomna heim að Hólum til að samgleðjast nemendum og starfsfólki á þessu merkisdegi!“ segir Elísabet Jansen deildarstjóri hestafræðideildar Háskólans á Hólum.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar