Röðull tekur á móti hryssum í Hátúni

  • 18. júlí 2024
  • Tilkynning

Röðull og Flosi Ólafsson i B-úrslitum í tölti á Landsmóti. Ljósmynd: Henk&Patty

Notkunarupplýsingar stóðhesta

Stóðhesturinn Röðull frá Haukagili í Hvítarsíðu tekur á móti hryssum að Hátúni í Landeyjum.

Röðull hlaut 5.vetra gamall í kynbótadómi 8,08 fyrir bæði sköpulag og hæfileika og þar á meðal einkunnina 9,0 fyrir tölt.

Hann hefur vakið verðskuldaða athygli í töltkeppnum sumarsins og var á meðal úrslita hesta á Landsmóti einungis 7. vetra gamall þar hlaut hann 8,13 í forkeppni í tölti og 8,56 í b-úrslitum.

Faðir Röðuls er Arion frá Eystra-Fróðholti og móðir er heiðursverðlaunahryssan Katla frá Steinnesi, Ræktandi hans er Ágúst Þór Jónsson. Hrossaræktin að Haukagili í Hvítarsíðu hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og var bróðir Röðuls, Goðasteinn frá Haukagili í Hvítársíðu, á meðal fulltrúa Íslands á síðasta heimsmeistaramóti ásamt knapa sínum Þorgeiri Ólafssyni.

Frekari upplýsingar um Röðul veitir Flosi Ólafsson í síma 892-4220.

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar