Sæði sent til Ástralíu

  • 7. janúar 2022
  • Fréttir
Kveikur og Styrkur munu eiga afkvæmi hinu megin á hnettinum

Gitte og Flemming Fast eiga og reka búgarðin Lindholm Hoje og eru þar með starfræka EU vottaða sæðingarstöð sem er sú fyrsta af sinni tegundu fyrir íslenska hesta. Gitte og Flemming hafa fest kaup á mörgum af fremstu stóðhestum landsins þar á meðal Kveik frá Stangarlæk, Styrk frá Leysingjastöðum og nú nýverið Hnokka frá Eylandi.

Kveikur og Styrkur voru báðir til notkunar á sæðingarstöðinni síðasta sumar og tilkynnti Gitte á facebook síðu sinni í dag að hryssur væru staðfestar fengnar við klárunum sem er nú kannski ekki merkilegt eitt og sér en það að þessar hryssur séu staðsettar í Ástralíu er mjög áhugavert!

Í sumar fengu þau fyrirspurn frá eigendum íslenskra hrossa í Ástralíu um það hvort þau hefðu áhuga á að senda þeim sæði sem þau Gitte og Flemming svöruðu strax játandi. Þetta reyndist þeim þó þrautinni þyngri en loks eftir að hafa fengið öll tilskilin leyfi var sæðið sent af stað til Ástralíu og hafa nú fyrstu hryssurnar verið staðfestar fengnar bæði við Styrk og Kveik en vonin er að sjö til 10 hryssur verði fengnar við þeim.

Hér fyrir neðan fylgir stöðufærsla Gitte af Facebook: 

„En dejlig historie fra Australien
Styrkur frá Leysingjastöðum II og Kveikur frá Stangarlæk 1 skal begge være far i Australien.
I sommers fik vi en henvendelse fra nogle dejlige islandsk hesteejere i Australien, der spurgte, om vi kunne sende sæd til dem, fra 2 af vore hingste. Det ville vi selvfølgelig gerne og sagde straks ja, – uden at vide, hvor besværligt det kunne være.

Men vi gik i gang, og efter lang tid var vi godkendt af danske og australske myndigheder i oktober. Vi sendte en god portion frossen sæd fra begge hingste til Victoria i Australien, og her lige inden jul, blev de første hopper insemineret, og både Styrkur og Kveikur, har nu drægtige hopper i Australien.

I Australien har de ikke ret mange islandske heste. Nogle hundrede stykker, og de har meget begrænset adgang til hingste. Og afstanden mellem hoppen og hingsten kan sagtens være tusindvis af kilometer. Så de er meget tilfredse med, at de på denne forholdsvis nemme måde kan få nye gener i deres bestand, og også løftet deres avl. Vi håber, at de i alt får 7 til 10 drægtige hopper, selvom det faktisk er ved at være lidt sent i deres bedækningssæson. Der er midsommer i Australien nu.“

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar