Samskipadeildin - Áhugamannadeild Spretts Samskipadeildin – Áhugamannadeild Spretts hefst í febrúar

  • 6. janúar 2026
  • Fréttir

Nú þegar sól er farin að hækka á lofti getur hestafólk farið að láta sig hlakka til komandi keppnistímabils. Samskipadeildin – Áhugamannadeild Spretts, hefur göngu sína 19. febrúar með keppni í fjórgangi í Samskipahöllinni.

14 lið eru skráð til leiks, sem er hámarksfjöldi miðað við núgildandi reglur. Undirbúningur er í fullum gangi og verða liðakynningar birtar þegar nær dregur keppni.

Dagsetningar mótanna eru eftirfarandi
19. febrúar – Fjórgangur
5. mars – Slaktaumatölt
20. mars – Fimmgangur
10. apríl – Tölt
18. apríl – Gæðingaskeið og lokahóf

Veitingasalan verður á sínum stað og knapar spenntir að leika listir sínar í Samskipahöllinni
Við hlökkum til að sjá ykkur í vetur

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar