Samskipadeildin - Áhugamannadeild Spretts Samskipadeildin – lið Pula-Votamýri-Hofsstaðir

  • 8. febrúar 2025
  • Fréttir
Áhugamannadeild Spretts - liðakynning
Fyrsta liðið sem við kynnum til leiks fyrir Áhugamannadeildina 2025 er liðið Pula-Votamýri-Hofsstaðir. Liðið keppti undir merkjum Hvolpasveitarinnar á síðasta tímabili en hefur farið í gegnum mikla endurnýjun.
Þórdís Sigurðardóttir er liðsstjóri og sú eina sem var í liðinu á síðasta tímabili. Aðriðr liðsmenn koma nýir inn í deildina þetta árið eða úr öðrum liðum.
Þórdís Sigurðardóttir, Hestamannafélaginu Sleipni, 48 ára, 168 cm, Sporðdreki
Erla Guðný Gylfadóttir, Hestamannafélaginu Spretti, 49 ára, 168 cm, Vog
Gunnar Már Þórðarson, Hestamannafélaginu Spretti, 67 ára, 176 cm, Vatnsberi
Theódóra Þorvaldsdóttir, Hestamannafélaginu Spretti, 43 ára, 167 cm, Vatnsberi
Þórunn Kristjánsdóttir, Hestamannafélaginu Spretti, 41 árs, 168,5 cm, Bogmaður
Áhugamannadeildin rúllar af stað fimmtudaginn 20. febrúar. Frítt inn og veitingasalan verður á sínum stað.
Keppnin verður einnig sýnd á Eiðfaxa TV, endilega tryggið ykkur áskrift þar og fylgist með.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar