Landsamband hestamanna Samþykktir Landsþings er varða Landsmót og gæðingakeppni

  • 7. janúar 2025
  • Fréttir

Á síðastliðnu Landsþingi LH sem fór fram í Borgarnesi helgina 25-26 október var samþykkt að opna sæti á stöðulista í yngri flokkum þannig að öll ónýtt sæti hjá hestamannafélögunum færast yfir á stöðulista. Dæmi: Hestamannafélag sem á rétt á að senda fimm fulltrúa á Landsmót, en sendir einungis þrjá, gefur eftir tvö ónýtt sæti sem fara yfir á stöðulista. Grunnhugmyndin er að yngri flokkar á Landsmótum séu ætíð fullskipaðir.

Þá var samþykkt að heimila keppni í A-flokki ungmenna á Landsmótum sem sýningargrein, en það hefur ekki verið heimilt að bjóða upp á þá keppnisgrein á Landsmóti.

Varðandi Gæðingakeppni almennt var samþykkt var að unglingum og börnum verði heimilt að keppa í A-flokki ungmenna, en hingað til hafa keppendur í unglinga- og barnaflokki þurft að keppa í A-flokki fullorðinna ef þau vilja spreyta sig á keppnisgreininni. Þetta á aðeins við um A-flokk ungmenna en ekki aðrar greinar gæðingakeppni sem eru áfram bundnar við aldursflokkaskiptingu.

Gerð var allsherjarbreyting á uppsetningu reglugerðar um gæðingakeppni og Landsmót til samræmis við almennar reglur um keppni og til að færa greinar á þá staði í regluverkinu sem þær eiga best heima. Verður birt með nýrri uppfærslu regluverksins 1. apríl.

Einnig var samþykkt eins og áður hefur komið fram að keppendur í yngri flokkum keppi fyrir sitt félag í gæðingakeppni óháð félagsaðild hesteiganda. Þetta þýðir að hesteigandinn og knapinn þurfa ekki að vera í sama félagi eins og áður var.

Ýmislegt fleira var var rætt á þinginu og geta áhugasamir nálgast þinggerð Landsþings hér: Þinggerð

 

 

www.lhhestar.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar