Sara og Flóki tróna á toppnum á stöðulista fimmgangs

  • 8. desember 2023
  • Fréttir
Uppfærður stöðulisti ársins í fimmgangi í meistaraflokk

Keppnisárinu á Íslandi sem og víðast annars staðar er nú lokið og allir mótshaldarar ættu að vera búnir að skila inn niðurstöðum. Þá er gaman að skoða stöðulista ársins í mismunandi greinum og það er það sem Eiðfaxi hefur verið að gera á síðustu vikum.

Margir knapar náðu góðum árangri í Fimmgangi (F1) hér á landi í sumar og eru þeir alls 24 sem hlutu 7,00 eða hærra. Efst á stöðulista ársins í fimmgangi er Sara Sigurbjörnsdóttir á Flóka frá Oddhóli en þau hlutu 7,80 í forkeppni á Reykjavíkurmeistaramótinu. Önnur á listanum er Eyrún Ýr Pálsdóttir á Leyni frá Garðshorni á Þelamörk með 7,67 í einkunn og þriðji er Þorgeir Ólafsson á Goðasteini frá Haukagili Hvítársíðu með 7,50 í einkunn.

ATH: Fréttin hefur verið uppfærð eftir að uppfærsla átti sér stað á SportFeng.

1 Sara Sigurbjörnsdóttir IS2009186058 Flóki frá Oddhóli 7,80
2 Eyrún Ýr Pálsdóttir IS2015164068 Leynir frá Garðshorni á Þelamörk 7,67
3 Þorgeir Ólafsson IS2015136937 Goðasteinn frá Haukagili Hvítársíðu 7,50
4 Þórarinn Eymundsson IS2012181608 Þráinn frá Flagbjarnarholti 7,47
5 Jakob Svavar Sigurðsson IS2013137017 Nökkvi frá Hrísakoti 7,47
6 Teitur Árnason IS2012181660 Atlas frá Hjallanesi 1 7,40
7 Elvar Þormarsson IS2015182788 Djáknar frá Selfossi 7,33
8 Ásmundur Ernir Snorrason IS2014184741 Ás frá Strandarhöfði 7,33
9 Viðar Ingólfsson IS2015135536 Eldur frá Mið-Fossum 7,27
10 Bjarni Jónasson IS2010284977 Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli 7,27
11 Finnbogi Bjarnason IS2013158455 Einir frá Enni 7,23
12 Mette Mannseth IS2011158164 Kalsi frá Þúfum 7,20
13 Eyrún Ýr Pálsdóttir IS2012165291 Júní frá Brúnum 7,13
14 Hafþór Hreiðar Birgisson IS2014125087 Þór frá Meðalfelli 7,13
15 Hans Þór Hilmarsson IS2015157777 Ölur frá Reykjavöllum 7,07
16 Daníel Jónsson IS2012101256 Glampi frá Kjarrhólum 7,07
17 Hinrik Bragason IS2015186735 Prins frá Vöðlum 7,07
18 Sigurður Vignir Matthíasson IS2011101133 Hljómur frá Ólafsbergi 7,07
19 Flosi Ólafsson IS2014182122 Steinar frá Stíghúsi 7,07
20 Viðar Ingólfsson IS2015155040 Atli frá Efri-Fitjum 7,03
21 Gústaf Ásgeir Hinriksson IS2015177272 Silfursteinn frá Horni I 7,00
22 Eyrún Ýr Pálsdóttir IS2011258623 Nóta frá Flugumýri II 7,00
23 Þórarinn Ragnarsson IS2016187115 Herkúles frá Vesturkoti 7,00
24 Þorsteinn Björn Einarsson IS2013158151 Rjóður frá Hofi á Höfðaströnd 7,00

 

Stöðulistinn er birtur með fyrirvara um að öll félög hafi skilað inn niðurstöðum.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar