Sautján hross hlutu 9.5 fyrir fegurð í reið
Nú þegar kynbótasýningum árið 2022 er lokið þá er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðfaxa er fegurð í reið.
Alls hlutu sautján 9,5 fyrir fegurð í reið í kynbótadómi á árinu hér á landi samanborið við árið á undan voru það fjögur hross. Í þessum hópi eru þrjú alhliða hross annars eru þetta allt klárhross og meðalaldur þeirra er 6,35 ár. Öll hrossin voru sýnd hér á landi.
Aldrei hefur verið gefið 10 fyrir fegurð í reið.
Listi með þeim hrossum sem hlutu 9,5 fyrir fegurð í reið.
Nafn | Uppruni í þgf. | Sýnandi |
Rjúpa | Þjórsárbakka | Teitur Árnason |
Hannibal | Þúfum | Mette Camilla Moe Mannseth |
Skarpur | Kýrholti | Jakob Svavar Sigurðsson |
Bárður | Sólheimum | Helga Una Björnsdóttir |
Hersir | Húsavík | Teitur Árnason |
Sindri | Hjarðartúni | Hans Þór Hilmarsson |
Lýdía | Eystri-Hól | Árni Björn Pálsson |
Auðlind | Þjórsárbakka | Teitur Árnason |
Þyrnirós | Ragnheiðarstöðum | Jakob Svavar Sigurðsson |
Börkur | Fákshólum | Eyrún Ýr Pálsdóttir |
Sólfaxi | Herríðarhóli | Árni Björn Pálsson |
Elding | Hrímnisholti | Benjamín Sandur Ingólfsson |
Díva | Austurási | Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir |
Fróði | Flugumýri | Eyrún Ýr Pálsdóttir |
Hringsjá | Enni | Teitur Árnason |
Vakning | Torfunesi | Mette Camilla Moe Mannseth |
Kveikja | Hemlu II | Vignir Siggeirsson |