Kynbótasýningar Sautján hross hlutu 9.5 fyrir fegurð í reið

  • 28. september 2022
  • Fréttir

Fróði frá Flugumýri hlaut 9.5 fyrir fegurð í reið, knapi Eyrún Ýr Pálsdóttir. Mynd: Nicki Pfau

Kynbótaárið 2022

Nú þegar kynbótasýningum árið 2022 er lokið þá er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðfaxa er fegurð í reið.

Alls hlutu sautján 9,5 fyrir fegurð í reið í kynbótadómi á árinu hér á landi samanborið við árið á undan voru það fjögur hross. Í þessum hópi eru þrjú alhliða hross annars eru þetta allt klárhross og meðalaldur þeirra er 6,35 ár. Öll hrossin voru sýnd hér á landi.

Aldrei hefur verið gefið 10 fyrir fegurð í reið.

Listi með þeim hrossum sem hlutu 9,5 fyrir fegurð í reið.

Nafn Uppruni í þgf. Sýnandi
Rjúpa Þjórsárbakka Teitur Árnason
Hannibal Þúfum Mette Camilla Moe Mannseth
Skarpur Kýrholti Jakob Svavar Sigurðsson
Bárður Sólheimum Helga Una Björnsdóttir
Hersir Húsavík Teitur Árnason
Sindri Hjarðartúni Hans Þór Hilmarsson
Lýdía Eystri-Hól Árni Björn Pálsson
Auðlind Þjórsárbakka Teitur Árnason
Þyrnirós Ragnheiðarstöðum Jakob Svavar Sigurðsson
Börkur Fákshólum Eyrún Ýr Pálsdóttir
Sólfaxi Herríðarhóli Árni Björn Pálsson
Elding Hrímnisholti Benjamín Sandur Ingólfsson
Díva Austurási Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir
Fróði Flugumýri Eyrún Ýr Pálsdóttir
Hringsjá Enni Teitur Árnason
Vakning Torfunesi Mette Camilla Moe Mannseth
Kveikja Hemlu II Vignir Siggeirsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar