Sex lið mæta til leiks í Vesturlandsdeildinni
Vesturlandsdeildin í hestaíþróttum fer fram í reiðhöllinni í Borgarnesi og hefst með keppni í fjórgangi næstkomandi þriðjudag, þann 14.febrúar.
Guðmar Þór Pétursson stóð efstur í einstaklingskeppninni í fyrra með 47 stig en lið Uppsteypu sigraði í liðakeppni. Guðmar Þór er á meðal keppenda í ár og gæti því varið titil sinn frá því í fyrra, Lið Uppsteypu er ekki á meðal þátttökuliða en marga af liðsmönnum þess er nú að finna í öðrum liðum.
Hér fyrir neðan er liðakynning fyrir veturinn og þar má finna ýmsa frábæra knapa. Eiðfaxi mun að sjálfsögðu fylgjast með því sem fram fer í Vesturlandsdeildinni í vetur, líkt og með öllu öðru því sem gerist í hestamennskunni.
Lið Hergils
Lárus Ástmar Hannesson, liðstjóri
Eysteinn Leifsson
Sindri Sigurðsson
Björgvin Þórisson
Gunnar Sturluson
Lið Hestaland
Guðmar Þór Pétursson liðsstjóri
Ísólfur Ólafsson
Gunnar Halldórsson
Leifur George
Guðný Margrét Siguroddsdóttir
Lið Laxárholt
Tinna Rut Jónsdóttir, liðsstjóri
Rakel Katrín Sigurhansdóttir
Iðunn Silja Svansdóttir
Benedikt Þór Kristjánsson
Glódís Líf Gunnarsdóttir
Lið Hestbak/Hallkelsstaðahlíð
Guðmundur M. Skúlason liðsstjóri
Eveliina Aurora Marttisdóttir
Hörður Oli Sæmundarson
Denise Weber
Axel Örn Ásbergsson
Lið Laugarhvammur/Steinliggur
Haukur Bjarnason liðsstjóri
Randi Holaker
Elvar Logi Friðriksson
Fredrika Fagerlund
Thelma Rut Davíðsdóttir
Lið Berg
Jón Bjarni Þorvarðarson
Anna Dóra Markúsdóttir
Halldór Sigurkarlsson
Magnús Bragi Magnússon
Sævar Eggertson