Síðasti skráningardagur á íþróttamót Spretts

Opið íþróttamót Spretts verður haldið 8.-11. maí nk. á Samskipavellinum í Spretti. Ákveðið hefur verið að hafa skráningu opna til miðnættis mánudaginn 5. maí. Skráning fer fram í Sportfeng, www.sportfengur.com.
Mótið verður í beinni útsendingu hjá Eiðfaxi TV.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum:
- Meistaraflokkur: V1, F1, T1, T2, PP1 og P2
- 1.flokkur: V2, F2, T3, T4, T7, PP1 og P2
- 2.flokkur: V2, V5, F2, T3, T4, T7 og PP1
- Ungmennaflokkur: V1, V2, F1, F2, T1, T2, T3, T4 og PP1
- Unglingaflokkur: V2, F2, T3, T4, T7 og PP1
- Barnaflokkur: V2, V5, T3 og T7
Skráningargjöld í fullorðins- og ungmennaflokki eru 7.000 kr.
Skráningargjöld í unglinga- og barnaflokki eru 5.500 kr.
Skráningargjöld í unglinga- og barnaflokki eru 5.500 kr.
Mótshaldari áskilur sér rétt að sameina flokka eða fella niður ef dræm þáttataka er (viðmið er færri en 5 skráningar). Fyrirspurnir sendist á motaskraning@sprettur.is