Sigríður Ingibjörg knapi ársins hjá Sindra

  • 18. mars 2024
  • Fréttir
Elínu Árnadóttur var veitt Sindralaufið á aðalfundi hestamannafélagsins Sindra.
Á aðalfundi hestamannafélagsins Sindra um daginn var Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir valin knapi ársins.
Í tilnefningunni segir meðal annars að hún varð Íslandsmeistari í 100m skeiði á Ylfu frá Miðengi  á tímanum 7,34 sek og einnig unnu þær 100m skeið á  Reykjavíkurneistaramótinu. Þær unnu gæðingaskeið á WR Íþróttamóti Geysis og urðu þar í 2. sæti í 100m skeiði. Svo fóru þær fyrir Íslands hönd á HM í Hollandi og náðu 2. sæti í 100m skeiði. En þess má geta að Sigríður og Ylfa eiga besta tíma ársins 2023 í heiminum í 100m skeiði í ungmennaflokki, tímann 7,34 sek og er þetta 10. besti tími ársins 2023 yfir alla flokka í 100m skeiði
Þá var Elínu Árnadóttur veitt Sindralaufið m.a fyrir frábæran árangur á Fjórðungsmóti Austurlands 2023.
Sindra laufið er viðkenning sem er ekki endilega bundin við árangur á keppnisvellinum. Helstu viðmiðin eru að knapar á öllum aldri sem á einhvern hátt koma að hestamennsku innan félagsins geti hlotið laufið. Góð fyrirmynd innan vallar sem utan, jákvæðni, léttleiki og falleg reiðmennska skora hátt. Laufið er ekki skylduveiting og ef ekki telst neinn hafa unnið til þess verður það ekki veitt það árið. Eins geta fleiri en einn félagsmaður fengið laufið á sama árinu.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar