Sigursteinn og Krókus Íslandsmeistarar í 250 m. skeiði
Seinni umferð kappreiðanna á Íslandsmóti fór fram í kvöld og engir smá tímar náðust. Sigursteinn Sumarliðason og Krókus frá Dalbæ bættu tímann sinn úr fyrri umferð og fóru 250 metrana á 21,35 sek. sem reyndist besti tíminn og Íslandsmeistaratitill í hús.
Konráð Valur Sveinsson og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk náðu hörku spretti og enduðu með silfrið og Þorgeir Ólafsson og Rangá frá Torfunesi voru í þriðja sæti.
Skeið 250m P1 – Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur
Sæti Knapi Hross Tími
1 Sigursteinn Sumarliðason Krókus frá Dalbæ 21,35
2 Konráð Valur Sveinsson Kastor frá Garðshorni á Þelamörk 21,53
3 Þorgeir Ólafsson Rangá frá Torfunesi 21,60
4 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sjóður frá Þóreyjarnúpi 21,86
5 Sigurður Sigurðarson Tromma frá Skúfslæk 21,97
6 Daníel Gunnarsson Kló frá Einhamri 2 21,98
7 Árni Björn Pálsson Ögri frá Horni I 22,05
8 Ingibergur Árnason Sólveig frá Kirkjubæ 22,73
9 Kristófer Darri Sigurðsson Gnúpur frá Dallandi 22,81
10 Viðar Ingólfsson Ópall frá Miðási 22,90
11 Hanne Oustad Smidesang Vinátta frá Árgerði 23,48
12-13 Daníel Gunnarsson Smári frá Sauðanesi 0,00
12-13 Þorgils Kári Sigurðsson Faldur frá Fellsási 0,00