Sigursýning Elinar og Frama

  • 10. mars 2020
  • Sjónvarp Fréttir

Elin Holst og Frami sigruðu keppni í gæðingafimi í Meistaradeildinni á sunnudaginn og nú hefur myndband af sigursýningunni verið birt á youtube síðu Meistaradeildarinnar. Eins og heyrist urðu tæknileg vandamál til þess að tónlistin í atriði Elinar var heldur skrautleg en hún lét það ekki á sig fá.

Næsta mót í Meistaradeildinni er á laugardaginn næstkomandi þegar keppt er 150 metra skeiði og gæðingaskeiði á Brávöllum á Selfossi.

Þá verður mótið í beinni á aðalrás Rúv og hefst útsending klukkan 13:30

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<