Sirkus, Hvarmur og Knár taka á móti hryssum í Kirkjubæ
Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk, knapi Hanna Rún Mynd: Jóhanna Magg
Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk er í húsnotkun í Kirkjubæ. Aðaleinkunn 8.61 og var í 3. sæti í A flokki á nýafstöðnu Landsmóti. Flugrúmur alhliðagæðingur með yfirburðargeðslag. Verðið er 124.000 kr. með öllu
Hvarmur frá Brautarholti er einnig í húsnotkun. Hlaut á dögunum 8.49 fyrir byggingu og 8.17 fyrir hæfileika. Þarf af 9 fyrir tölt, hægt tölt, greitt stökk, fegurð í reið og 9.5 fyrir samstarfsvilja. Frábær hestur með gott geðslag sem á framtíðina fyrir sér á keppnisvellinum. Verðið á honum er líka 124.000 með öllu.

Hvarmur frá Brautarholti Mynd: Nicki Pfau
Síðan er Knár frá Ytra-Vallholti í hólfi og hægt að bæta í hólfið hana. Hann hefur hlotið 1.verðlaun fyrir afkvæmi og er verðið 150.000 með öllu. Velkomin að hafa samband til að fá nánari upplýsingar. Hjörvar 8480625 og Hanna Rún 8222312.
FEIF krefst þess að blóðmerahaldi verði hætt
Opið er fyrir umsóknir í Hæfileikamótun LH