Sitt sýnist hverjum um val á Landsmótsstað

  • 6. október 2020
  • Fréttir

Frá setningarhátíð Landsmótsins á Hólum 2016 mynd:Eiðfaxi

Á Facebook síðu hins þekkta hestamanns, Erlings Ólafs Sigurðssonar, er tekist á um það hvort það hafi verið réttlætanlegt af stjórn LH að úthluta LM2026 sem fyrirhugað er að halda á Hólum í Hjaltadal. Margir mætir hestamenn segja þar sína skoðun á Landsmótsstöðum, en þetta þrætuepli er ekki nýtt af nálinni og hafa hestamenn haft ólíkar skoðanir á því hvar mótið skuli vera haldið frá upphafi Landsmóta.

Erlingur tekur svona til orða á síðu sinni ,,Þessa àkvörðun L.H. skil èg ekki, að hafa Landsmótið 2026 á Hólum í Hjaltadal, hvað lá á ? mátti ný stjórn, og næsta L.H. þing ekki ræða þessi mál ? Hvað er í gangi ? Skoðið mín Comment ofl.um þessi màl. Ég held að stjórn L.H. hafi ekki rétt til að ákveða Landsmót nema 5 àr fram í tímann, ekki 6 àr, eins og L.H. stjórnin hefur gert, hvers vegna là svona mikið á ? Fúsi Helga á Akureyri er honum sammála og að hans mati á eingöngu að halda Landsmótið á einum stað á landinu og það er hjá Fák í Víðidalnum í Reykjavík.

Guðmundur Birkir Þorkelsson tekur í framhaldinu svo til orða ,,Mikið væri gott ef hægt væri að slíðra sverðin og sameinast um þessa þrjá staði, þ.e. Hóla, Hellu og (Stór)Reykjavík. Halda röðinni sem komin er á og taka svo höndum saman um að vinna hestamennskunni þann sess sem hún á skilið.“

Lilju Sigurlínu Pálmadóttir segir: ,,Hólar og Fákur til skiptis“

Olil Amble tekur þá til máls og skrifar eftirfarandi ummæli. ,,Landsmótið á Hólum var í marga staði algjörlega frábært þó svo að ýmislegt mætti betur fara eins og t.d. gisting á sanngjörnu verði og meira hesthuspláss. Þrátt fyrir það er nú fá Landsmót sem í heild sinni hafi verið betri. Það sem gerir LM í Reykjavík erfitt er fáránlega langt og erfitt ferðalag á milli valla, engin beit og að reiðhöllin se notaður sem matsölutaður. Kannski er hægt að breyta það en það gerir LM í Reykjavík að óeftirsoknaverðan stað fyrir mitt leyti. Hella er að mörgu leiti frábær, vellirnir liggja saman, reiðhöllin er reiðhöll, en algjör skortur er á hesthús plássi á svæðinu og einhvern veginn algjörlega ómögulegt að komast út úr svæðinu án þess að lenda ægilegri umferðarteppu. Allir gera eins vel og þeir geta og margt er frábært sem ég er þakklát fyrir. Annað mætti líklega laga þónokkuð ef menn væru sammála um það. Vinsældir Landsmóta er dalandi og að mínu mati er þörf á breytingum til þess að koma Landsmótin á þann stall sem þau eiga heima.“

Þetta er eingöngu hluti af þeirri umræðu sem farið hefur af stað er varða val á Landsmótsstöðum en sitt sýnist hverjum.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar