Kynbótasýningar Sjá fram á hækkun sýningargjalda

  • 1. febrúar 2024
  • Fréttir

Arney frá Ytra-Álandi, sýnandi Agnar Þór Magnússon. Mynd: Kolla Gr.

Verðskrá kynbótasýninga mun hækka

116. fundur fagráðs í hrossaækt fór fram þann 24. janúar og er fundargerð nú aðgengileg á vef RML.

Þar kemur m.a. fram að verðskrá kynbótasýninga muni hækka. Kemur það til vegna hallareksturs á kynbótasýningum undanfarinna ára auk væntanlegra hækkunar á kostnaðarliðum á þessu ári.

RML hefur því sent beiðni til matvælaráðuneytis um að væntanlegt gjald á fullnaðardómi verði 41.250 kr m/vsk og verð fyrir eingöngu sköpulags- eða reiðdóm verði 31.000 kr m/vsk.

Fagráð telur því mikilvægt að rýna rekstur kynbótasýninga nánar og óskar eftir samtali við RML. Tveimur fagráðsfulltrúum þeim Kristbjörgu Eyvindsdóttir og Erlendi Árnasyni er falið að vinna málið fyrir hönd fagráðs.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar