Sjötta spurning í Jólameistara Eiðfaxa
Það styttist óðum í jólin og því ekki seinna vænna en að hefja leika í Jólameistara Eiðfaxa sem er spurningakeppni þar sem lið Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum etja kappi saman. Munu liðin svara hinum ýmsu spurningum tengdum jólunum eða Meistaradeildinni.
Næstu daga munum við birta eina spurningu í einu og verður spennandi að sjá hvaða lið stendur uppi sem Jólameistarinn 2024.
Komið er að næstu spurningu en eftir fjórar spurningar lið Sumarliðabæjar er á flugi og leiðir enn með 6 stig. Næst er spurt: Hvernig voru föt jólasveinsins á litin áður en að hann fór að klæðast rauðu?