Skaginn frá Skipaskaga í Kirkjubæ

  • 18. júní 2020
  • Fréttir

Skaginn frá Skipaskaga fer í hólf í Kirkjubæ. Hann verður í hólfi í Kirkjubæ í einu löngu gangmáli en það er alltaf hægt að bæta inn á hann hryssum.

Skaginn hefur lotið í hæsta dómi 8,76 fyrir sköpulag, 8,70 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 8,73. Í einstökum þáttum í sköpulago hlaut hann m.a. 9,5 fyrir samræmi og 9,0 fyrir háls, herðar og bóga, fótagerð og prúðleika.

Í hæfileikum hlaut hann einkunnina 9,0 fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið.

Skaginn er nú þegar farinn að sanna sig sem kynbótahestur því undan honum hafa verið sýnd 15 afkvæmi í fullnaðardómi og mun hann því að öllum líkindum taka við 1.verðlaunum fyrir afkvæmi á Landssýningu kynbótahrossa laugardaginn 27.júní

Hafa má samband við Hjörvar Ágústsson í síma 8480625

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar